Endurminningar og eldgamalt sakamál

Að vanda verður upplestrarkvöld á Sunnlenska bókakaffinu á fimmtudagskvöld, kl. 20:00.

Fimmtudaginn 25. nóvember munu þeir Hákon Sigurgrímsson og Níels Árni Lund lesa uppúr endurminningabókum sínum.

Þá verður lesið uppúr nýrri útgáfu bókaútgáfunnar Sæmundar á Kambránssögu. Það verða staðgenglar Þuríðar formanns og Brynjúlfs frá Minna-Núpi gera það.

Bækurnar sem lesið verður uppúr eru á tilboði þetta kvöld.

Ókeypis aðgangur og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinEnglar, menn og snædrottning
Næsta greinLars og Steinn: Samfélags- og umhverfisvænn bankarekstur