Öll höfum við myndað okkur skoðanir á því hvort Njálsbrenna hafi verið réttlætanleg eða illvirki af hendi Flosa Þórðarsonar. Var hann brennuvargur eða leiksoppur örlaganna?
Hver er uppruni þessa hrikalega atburðar og hvar byrjar höfundurinn að flétta þann vef sem snýst yfir í brunann og hverjar eru afleiðingar hans? Af hverju taka Rangæingar ekki upp hanskann fyrir Njálssyni?
Í Njálukaffi í dag, laugardag, í Ásgarði við Hvollsvöll, verður farið yfir uppruna, orsök og uppgjör brennunar á Bergþórshvoli. Erindin hefjast kl. 15.00.
Bjarni E. Sigurðsson mun leiða okkur í gegnum söguna að Njálsbrennunni en gestur dagsins, Fjölnir Steinþórsson frá Hala í Suðursveit, tekur þar við og mun eins og Flosi hafa um sig vaska sveit A-skaftfellinga af samtíðamönnum Flosa og færa okkur mynd þá sem hans heimabyggð hefur til að leggja um þetta hrikalega stórvirki.
Í Ásgarði er jafnframt sýning á verkum Þórhildar Jónsdóttur af persónum úr Njáls sögu sem gestir geta skoðað og gert upp við sig hvort það samræmist þeirra hugmyndum um persónur sögunnar.
Frekari upplýsingar má nálgast í síma 899-4600 eða á nefangið asgardur@travelsouth.is