Ferðamálafélag Skaftárhrepps stendur fyrir dagsferð á morgun, laugardag, meðfram Hverfisfljóti og fögrum fossum þess.
Mæting er við Skaftárskála kl. 9:30 (Þverá kl. 9:50). Stefnan er sett í Fljótshverfið þar sem Sigurður Kristinsson og Anna Harðardóttir á Hörgslandi ætla að leiða gönguhópinn meðfram Hverfisfljóti.
Göngumenn eru hvattir til að fjölmenna með nesti og nýja skó. Gera má ráð fyrir heimkomu undir kvöldmat.