Hagleiksmaðurinn Sverrir Andrésson opnaði sýningu í menningarkimanum á Gónhól á Eyrarbakka í dag.
Á sýningunni sýnir Sverrir fornbíla, kassabíla og gamlar ljósmyndir. Thomsens bíllinn sem er eitt af einstökum meistarverkum Sverris er einnig til sýnis.
Sonur Sverris, Bragi opnaði sýningu í kaffihúsinu á Gónhól um síðustu helgi þar sem hann sýnir olímálverk þar sem íslensk náttúra og íslenski hesturinn birtast á áhrifamikinn hátt.
Sýning feðganna stendur út júlímánuð og nú er opið alla daga nema miðvikudaga á Gónhól frá kl. 11-18.