Á Blómstrandi dögum í Hveragerði 11. – 14. ágúst mun Listasafn Árnesinga sýna vídeóverk frá alþjóðlegum samtökum listakvenna FemLink – Art.
Á fimmtudaginn 11. ágúst klukkan 16:00 mun Sigrún Harðardóttir, ein af listakonunum segja frá samstarfinu og verki sínu.
FemLink – Art (FL’Art) var stofnað 2005 af myndlistakonunni Veronique Sapin frá Frakklandi og margmiðlunarlistakonunni C.M. Judge frá Bandaríkjunum með það að markmiði að sýna vídeóverk listakvenna í alþjóðlegu samheigi.
145 listakonur frá 64 löndum eru þátttakendur í FemLink og hafa þær unnið verk fyrir 12 þematískar vídeósamsetningar sem innihalda 24 – 34 vídeó hvert þema.
Á vefsíðu FemLink segir “Í sögulegu samhengi hafa konur átt erfitt uppdráttar í listaheiminum og list kvenna var kölluð “kvenna list” í lítillækkandi tilgangi. Enn í dag eru listakonur útskúfaðar í of mörgum löndum heims. Það er meginmarkmið FL’Art” að þær þær fái viðurkenningu sem listamenn.”
Á þessari sýningu er það þemað “ Vital” sem varð fyrir valinu og inniheldur það 24 vídeó eftir 24 listakonur frá 24 löndum.
Listakonurnar eru: Sima Zureikat, Jórdanía. Evgenija Demnievska, Serbía. Elena Arzuffi, Ítalía. Samirah Alkassim, Palestína Kamila B. Richter, frá Tékklandi. Van Breest Smallenburg, Holland. Aki Nakazawa, Japan. Véronique Sapin, Frakkland. Raquel Kogan/Lea van Steen, Brasilía. Ana Bezelga, Portugal. Najmun Nahar Keya, Bangladesh. Aliaa El-Gready, Egyptaland. Esther Johson, Bretland. C. M. Judge, Bandaríkin. Dorte Jelstrup, Danmörk. Sigrún Harðardóttir, Ísland. Monica Dower, Mexikó. Verena Schaukal, Þýskaland. Alejandra Delgado, Bolivía. Judith Lava, Austurríki. Carolina Saquel, Chile. Minoo Iran pour Mobarakeh, Íran. Christie Widiarto, Ástralía. Raya Mazigi, Líbanon.