Í dag kl. 16-18 opnar Fríða Rögnvaldsdóttir myndlistakona úr Keflavík sýninguna Ferðalag í Tré og list Forsæti, Flóahreppi.
Fríða hefur komið víða við á ferli sínum, var meðlimur og í stjórn Baðstofunnar í Keflavík, sem er hópur áhugafólks um myndlist frá árunum 1986-1999. Hún tók sumarnámskeið í vatnslitamálun 1995 í Myndlistaskóla Kópavogs. Fornám í Myndlista og Handíðaskóla Íslands veturinn 1999. Auk þess fékk Fríða inngöngu í Academie of fine kunst í Tongeren í Belgíu haustið 1999. Hún nam þar í málaradeild ásamt því að vera gestanemi í grafík og skúlptúr deild skólans.
Fríða hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis, ásamt einkasýningu í Lúxemburg. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima, ásamt 5 samsýningum erlendis, í Belgíu, í New York og síðasta haust í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem mynd hennar Vinkonur var tilnefnd til verðlauna.
Fjölbreytta myndlist Fríðu má sjá á heimasíðu hennar, frida-r.com. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tré og list, treoglist.is