Fimmti hluti pílagrímagöngunnar „Strandarkirkja heim í Skálholt“ verður gengin sunnudaginn 23. júlí en þá verður gengið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum heim i Skálholt.
Farið verður vestan megin við Vörðufell og leiðin er 16 km. Allir eru velkomnir til að skrá sig og taka þátt í þessari göngu. Ferðafélag Íslands hefur umsjón með skráningunnni en leiðsögn og hugleiðingar eru í höndum Axels Á. Njarðvík og Halldórs Reynissonar.
Gangan hefst kl. sjö að morgni er farið verður frá Skálholti í rútu og keyrt að Ólafsvöllum til stuttarar stundar í kirkjunni þar. Síðan ganga pílagrímarnir af stað.
Göngunni lýkur með inngöngu í messu í Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð kl. 13:30.