Aprílviðburður Upplits fjallar um keltnesk menningaráhrif á Íslandi að fornu og nýju – og einkum og sér í lagi á Suðurlandi.
Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður skoðar málið út frá fornleifum, tungumáli og örnefnum, en í ljós hefur komið að útskýra má mörg torskýrð örnefni á Íslandi með því að líta til hins keltneska menningararfs.
Fyrirlesturinn verður á Hótel Heklu á Skeiðum í kvöld kl. 20.