Fjölbreytt dagskrá á Sumartónleikum um helgina

Skálholtsdómkirkja.

Seinni vika Sumartónleika í Skálholti hefst í kvöld með tónleikum tónlistarhópsins Umbra, sem flytur kirkjulega tónlist frá Íslandi, Skandinavíu og meginlandi Evrópu.

Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju í fimm til sex vikur á hverju sumri. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Á hverju sumri sækja á þriðja þúsund manns Sumartónleikana.

Staðartónskáld Sumartónleikanna í ár er Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Hróðmar hefur skipað sér sess og verið kraftmikið afl í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugi. Gömul og ný verk Hróðmars flétta hátíðina í ár saman þar sem ýmsir flytjendur munu spreyta sig á tónlist hans.

Dagskrá helgarinnar er þessi:

Fimmtudagur, 7. júlí
20:00 Umbra Ensemble: Drottning himingeimanna
Föstudagur, 8. júlí
20:00 Dúplum Dúó: Hugleiðingar um jökulvatn og ást
Laugardagur, 9. júlí
14:00 Amaconsort: Austanvindur við Ermasund
15:15 Tónleikaspjall: Berglind María
16:00 Berglind María og John McCowen: Ethereality
Sunnudagur, 10. júlí
11:00 Hildigunnur Einarsdóttir syngur í messu
15:15 Tónskáldaspjall: Hróðmar Ingi
16:00 Hróðmar Ingi: Skálholtsmessa

Nánar á sumartonleikar.is

Fyrri greinKFR, Árborg og Uppsveitir með örugga sigra
Næsta greinAftakaveður á hálendinu