Ungmennafélagið Framtíð og Kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabænum héldu í sameiningu 17. júní hátíðarhöld þar í bæ.
520×347
Byrjað var á kvennahlaupinu um morguninn og voru grillaðar pylsur á eftir. Seinna um daginn voru svo hátíðarhöldin sjálf.
Nýstúdentinn Arnar Leó Guðnason frá Borgartúni flutti ljóð, haldin var hæfileikakeppni barna ásamt því að Ungmennafélagið Framtíðin veitti unglingalandsliðskonunni Nínu Jenný Kristjánsdóttur styrk fyrir frábæra frammistöðu en hún er í U16 ára liði Íslands í körfubolta.
Kvenfélagið sá um kaffi hlaðborð. Einnig var handverks fólk úr Þykkvabænum með handverk sitt til sýnis og sölu. Myndasýning var svo sett upp í skólanum þar sem mannlífsmyndir úr Þykkvabænum frá 1954 teknar af Guðna Þórðarsyni voru til sýnis, ásamt myndum frá Ragnari Axelssyni og úrklippur af fréttum úr Þykkvabænum.
Hjördís í Hávarðakoti og Nína í Suður-Nýjabæ skoða tréútskurðarverk eftir Ágúst Helgason frá Brekku.
Lestarferðin var mjög vinsæl.
Bjarnveig Björk, 13 ára frá Brekku, hélt Top model hönnunarsýningu.
Verðlaunaafhending fyrir hæfileikakeppnina.
Bergrún Anna Birkisdóttir, Dagmar Gestsdóttir og Þórdís Bjarklind Gunnarsdóttir héldu tombólu og söfnuðu þær 10.000 kr. sem þær ætla að gefa Rauða krossinum.