Hin árlega Kartöflusúpuhátíð í Þykkvabæ verður haldin á föstudagskvöld, þann 20. júlí. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin.
Svæðið opnar kl. 17 en hin kyngimagnaða kartöflusúpa verður seld með heimabökuðu brauði milli kl. 18 og 20. Þá mun einnig opna Lista-veisla í skólahúsi.
Leiktæki verða fyrir börnin, andlitsmálun, grænmetismarkaður, kynning á Young Living Ilmkjarnaolíum og sölubásar.
Kvöldvakan hefst kl. 20 en þar verða tónlistaratriði heimamanna og úti yogastund með Ernu á Skák. Kynnir verður séra Guðbjörg Arnardóttir í Odda.