Síðustu tvö ár hefur alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn verið haldin með trompi á Eyrarbakka. Nú er komið að því að halda hátíðina aftur í ár, og mun hún fara fram dagana 21.-24. apríl nk. eða sömu helgi og Vor í Árborg.
Frábærir listamenn og konur hafa boðað komu sína og má búast við algjörri tónlistarveislu á Eyrarbakka.
Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína eru Magnús Þór Sigmundsson, Valgeir Guðjónsson, Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnarsson, Lay Low, Skúli Mennski, Íkorni, Erna Mist og Magnús og UniJon.
Tónleikar munu fara fram á Gónhól, í Rauða Húsinu, Húsinu, Eyrarbakkakirkju og Óðinshúsi.