Gítarleikarinn Reynir del Norte mun halda Flamenco tónleika á Hótel Selfossi föstudaginn 4. júlí kl. 20:30.
Reynir er fæddur og uppalinn á Hvanneyri en hefur búið um árabil í Granada, Spáni þar sem hann vinnur sem Flamenco listamaður. Hann hefur sett upp ótal tónleika hér á Íslandi og á Spáni með Flamenco hljómsveitum eða sem einleikari. Reynir er þekktur fyrir orkumikinn og tilfinningaríkan flutning í bland við skemmtilegar sögur og spjall á mili laga um líf hans í Andalúsíu.
Reynir del Norte gaf út sína fyrstu sólóplötu, El Reino de Granada, í desember 2019 sem jafnframt er fyrsta íslenska Flamenco hljómplatan. Platan inniheldur átta tónsmíðar Reynis sem fluttar voru af honum sjálfum í samstarfi við nokkra af færustu Flamenco listamönnum Granada.
Lög plötunnar verða flutt á tónleikunum sem og nokkur þekkt íslensk dægur-og þjóðlög útsett af Reyni fyrir Flamenco gítar. Þema tónleika verður því íslenskt Flamenco.
Tónleikaröð Hauks á Íslandi: