Fimmtudaginn 19. júlí koma góðir gestir í Skálholt en þá heldur flautukórinn The Metropolitan Flute Orchestra frá Boston Massachusetts tónleika í Skálholtsdómkirkju kl. 20:00.
Á efnisskránni eru verk eftir J. Sibelius, E. Grieg, F. Mendelsohn, Manuel De Falla auk tónlistar eftir bandarísk tuttugustu aldar tónskáld.
Í hljómsveitinni eru rúmlega þrjátíu flautuleikarar og leika þeir á sjö mismunandi gerðir af þverflautum, allt frá piccolo niður í kontrabassaflautu og því er óhætt að búast við einstökum hljómi og afar vönduðum tónlistarflutningi frá þessum glæsilega hópi.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1998 og hefur á farsælum ferli farið í tónleikaferðir um öll Bandaríkin auk þess að ferðast um England, Skotland, Írland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Pólland, Slóvakíu og Tékklands.
Stjórnandi hópsins er Paige Dasher Long, sem er þekkt fyrir störf sín sem stjórnandi og tónskáld auk þess að koma fram á hátíðum kenna sem gestur við tónlistarháskóla.
Hljómsveitin kemur einnig fram á tónleikum í Hofi, Akureyri, 21. júlí kl 20.00. Aðgangur er ókeypis.