Foldarskart Hörpu í bókasafninu

Bókasafn Árborgar á Selfossi fagnar vori með sýningu á listútsaumi eftir Hörpu Jónsdóttur.

Sýningin nefnist Foldarskart og á henni eru bæði ný og eldri verk. Harpa er búsett í Vík, þar sem hún skrifar bækur, tekur myndir og sinnir handverki og prjónahönnun.

Harpa hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir útsaumaða húfu og sú húfa er til sýnis á sýningunni. Sýningin nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurlands.

Í tengslum við Foldarskart sýnir bókasafnið muni tengda lífi og list Jane Austen. Þessar tvær sýningar eiga einkar vel saman, enda svífur fegurð og rómatík, ásamt húmor og gleði yfir þeim báðum.

Sýningarnar er opar á opnunartíma safnsins, virka daga frá 10 – 19 og laugardaga frá 10 – 14. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrri greinTónleikar fyrir viðskiptavini Arion banka
Næsta greinÁrekstur á Ölfusárbrú