Harpa Jónsdóttir opnar sýningu á listútsaumi í Brydebúð í Vík í dag kl. 17.
Harpa er búsett í Vík, þar sem hún skrifar bækur, tekur myndir og sinnir handverki og prjónahönnun. Harpa hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir útsaumaða húfu og sú húfa er til sýnis á sýningunni.
Sýningin er opin á opnunartíma Brydebúðar, virka daga frá 8 – 18, um helgar frá 11 – 17. Sýningin nefnist Foldarskart og á henni eru bæði ný og eldri verk.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Sýningin nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurlands.