Jólatónleikarnir árlegu Hátíð í bæ fara fram á Selfossi miðvikudaginn 8. desember nk. í íþróttahúsinu Iðu. Forsala á tónleikana hefst í dag.
Þetta er í fjórða sinn sem tónleikarnir fara fram á aðventunni. Þeir sem koma fram á tónleikunum eru bæði reyndir og ungir, efnilegir listamanna. Karlakór Suðurlands kemur fram, settur saman úr Karlakór Rangæinga, Karlakór Hreppamanna og Karlakór Selfoss bæði í samsöng og með þeim Diddú og Agli Ólafssyni. Söngsystkinin Gísli Stefánsson og Ragnheiður Blöndal koma fram og einnig Selma Ágústsdóttir og yngri barnakór Selfosskirkju.
Þá stíga þeir saman á stokk í fyrsta sinn Þorvaldur Halldórsson og Ingó og taka nokkra jóladúetta og það gera líka Kristín Arna Hauksdóttir og Bryndís Erlingsdóttir. Ekki má gleyma mögnuðu leyniatriði að vanda.
Kynnir verður Aron Hinriksson og í undirleik munu aðstoða þeir Vignir Þór Stefánsson píanó og Jóhann Stefánsson trompet.
Forsala hefst á midi.is og á rakarastofu Björns og Kjartans í dag, 25. október.