Fóstbræður og Karlakór Selfoss í Skálholtskirkju

Karlakórinn Fóstbræður. Ljósmynd © Kristinn Ingvarsson

Karlakórinn Fóstbræður leggur upp í æfingaferð austur fyrir fjall og hittir þar fyrir söngbræður sína í Karlakór Selfoss næstkomandi laugardag.

Kórarnir blása til sameiginlegra tónleika í Skálholtskirkju kl. 16:30, þar sem kórarnir flytja ýmis karlakóraverk, bæði saman og í sitthvoru lagi.

Ekki nóg með að þarna mætist magnaðir kórar heldur er líka frítt inn en tekið á móti framlögum í flygilsjóð Skálholtskirkju.

Fyrri greinHamar/Þór tapaði naumlega í lokaumferðinni
Næsta greinÍslandsleikarnir á Selfossi um helgina