Fótboltamessa í Selfosskirkju

Í kvöld kl. 20 verður fótboltamessa í Selfosskirkju en þá verður því fagnað að Selfyssingar hafa eignast úrvalsdeildarlið í karla og kvenna flokki í fótbolta.

Þetta úrvalsdeildarfólk mun mæta og taka þátt í messunni en tónlistarflutningur verður í umsjón Kristjönu Stefánsdóttur og Ómars Guðjónssonar.

Prestur verður knattspyrnuáhugamaðurinn, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Fyrri greinSmíðadagur á Sjóminjasafninu í dag
Næsta greinSvaðbælisá nær upp undir brúargólf