Frábær kvöldskemmtun í Aratungu

Það gengur á ýmsu í uppsetningu Tungnamanna á Allir á svið. Ljósmynd/Ívar Sæland

Leikdeild Umf. Biskupstungna frumsýndi á dögunum hinn kunna farsa Allir á svið eftir Michael Frayn. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.

Leikritið, sem er þýtt og staðfært af Gísla Rúnari Jónssyni, fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikritinu Nakin á svið. Í upphafi sýningarinnar er hópurinn á lokaæfingu á verkinu en eftir því sem sagan vindur upp á sig fara ýmsir brestir að koma í ljós og í þriðja þætti er hópurinn kominn á lokasýningu í Aratungu og má glöggt merkja að umburðarlyndi er nú af skornum skammti og leikhópurinn orðinn tættur og lúinn á samstarfinu.

Næstu sýningar eru í Aratungu í kvöld, föstudagskvöld og á morgun, laugardagskvöld.

Öflugt starf hefur verið hjá leikdeild Umf. Biskupstungna síðustu ár og að jafnaði sett upp sýning annað hvert ár.

Fyrri greinSnjóruðningstæki valt í Hveradölum
Næsta greinHamar missteig sig fyrir vestan