Laugardaginn 25. júlí klukkan 15 mun Friðrik Erlingsson, rithöfundur, tala um ritstörf Sæmundar fróða í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Friðrik mun þar velta fyrir sér spurningunni um það hverjar eru helstu vísbendingar um ritstörf Sæmundar Sigfússonar í Odda. Friðrik er þekktur fyrir ritstörf sín og handritsgerð fyrir kvikmyndir og leikhús og er sérfróður um Sæmund fróða.
Kaffiveitingar verða í boði að loknum fyrirlestrinum.