Langar þig að skoða og vita meira um villtar jurtir og fugla? Laugardaginn 8. júní frá klukkan 14 til 17 verður boðið upp á spennandi fræðslugöngu frá Alviðru.
Þá munu náttúrufræðingarnir Rannveig Thoroddsen og Einar Þorleifsson leiða létta og skemmtilega fræðslugöngu um Þrastarskóg. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu.
Gangan er létt og hentar allri fjölskyldunni. Hún hefst við Alviðru og að lokinni göngu er boðið upp á kaffi/kakó og kleinur í Alviðru.
Alviðra er í Ölfusi, undir Ingólfsfjalli, sjá hér. Í sumar stendur Alviðra, fræðslusetur Landverndar, fyrir öðrum skemmtilegum og fræðandi viðburðum. Dagskrá sumarsins má skoða hérna.