Fuglar og sardínur á Sólheimum

Menningarveisla Sólheima heldur áfram í dag þar sem gleðisveitin Dos Sardinas mun stíga á stokk og farið verður í fuglaskoðunarferð.

Klukkan 14 mun gleðisveitin Dos Sardinas rekja sögu Sólheima í tali og tónum í Sólheimakirkju. Flutt verða vinsæl dægurlög frá merkum tímamótum í sögu staðarins. Hvað var vinsælt árið 1930 þegar Sesselja stofnaði Sólheima? Hvaða lag var á toppnum þegar Reynir Pétur gekk hringinn? Ekki missa af syngjandi sögu Sólheima!

Kl. 15 verður fyrirlestur um fuglaskoðun í Sesseljuhúsi og í kjölfar hans mun Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, fylgja gestum í fræðslugöngu um fugla í landi Sólheima.

Aðgangur ókeypis og opið alla daga á Sólheimum!

Fyrri greinOpnunarhelgi Sumartónleika í dag
Næsta greinSveitaball með bar