Það var glatt á hjalla í Risinu á Selfossi þann 17. nóvember þegar rithöfundarnir Harpa Rún Kristjánsdóttir og Fanney Hrund Hilmarsdóttir fögnuðu útgáfu nýjustu bóka sinna.
Harpa Rún hefur sent frá sér nýja ljóðabók, Vandamál vina minna, sem hlotið hefur lofsamlega dóma. Nánar má lesa um verkið, og nálgast það, hér.
Bók Fanneyjar Hrundar nefnist Dreim – Fall Draupnis og er fyrsta bók í nýjum þríleik, sem lagður var grunnur að í síðustu bók hennar, Fríríkinu. Hægt er að fræðast um bókina og festa kaup á henni hér.
Fjölmennt var í hófinu og góðar undirtektir við upplestri og gamanmálum höfundanna. Glódís Margrét Guðmundsdóttir lék á flygilinn og spilaði meðal annars undir ljóðalesturinn.
Una Sigurðardóttir mætti með myndavélina og smellti af gestum.