Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk á Laugarvatni heldur listasmiðju fyrir börn á öllum aldri laugardaginn 22. október í Eyvindartungu við Laugarvatn.
Kennari er indverski myndlistarmaðurinn Baniprosonno, en hann er gestur Gullkistunnar í októbermánuði ásamt fleiri listamönnum.
Listasmiðjan stendur frá kl. 13 – 16 og verður boðið upp á hressingu. Gjald krónur 4000.-, efni innifalið. Skráning á námskeiðið í tölvupósti á gullkistan@gullkistan.is eða í síma 892-4410.
Opið hús verður í vinnustofu Gullkistunnar milli kl. 15.30 og 17.00. Þar verða til sýnis verk október gesta Gullkistunnar en þar dvelja nú fjórir listamenn.
Listasmiðjan er hluti af námskeiðaröð á vegum Gullkistunnar undir heitinu Leitin að gullinu og er niðurgreidd að hluta af Menningarráði Suðurlands.