Af óviðráðanlegum ástæðum verður fyrstu forkeppni Uppsveitastjörnunnar, hæfileikakeppni Upplits, frestað um viku.
Skráningarfrestur hefur þess vegna verið framlengdur um viku, eða til og með þriðjudeginum 23. október. Keppnin fer fram í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi laugardaginn 27. október kl. 15-17.
Nú er því ekki eftir neinu að bíða fyrir hæfileikaríkt uppsveitafólk á öllum aldri með að skrá sig í keppnina, æfa atriði og slá í gegn!
Allir í uppsveitunum geta tekið þátt – og er lögheimili á svæðinu ekki krafa.
Hámarkslengd atriða er fimm mínútur – en þau mega líka gjarnan vera styttri. Annars fá keppendur frjálsar hendur og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för. Veitt eru verðlaun og allir þátttakendur fá auk þess viðurkenningu.
Tekið er við skráningum á upplit@upplit.is.