Stuðlabandið frá Selfossi hefur fyrir löngu sannað sig sem besta ballhljómsveit landsins um þessar mundir. Strákarnir hafa verið duglegir við að birta myndbönd frá tónleikum sínum og frumsýndu eitt slíkt í síðustu viku.
Þar er hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki en Stuðlabandið og Palli lokuðu bæjarhátíðinni Í túninu heima í Mosfellssveit með látum í sumar og þar var myndbandið tekið upp.
Fannar Freyr Magnússon sá um hljóð- og myndvinnslu og Eiríkur Þór Hafdal um myndatöku en Marinó Geir Lilliendahl stjórnaði upptökum.
Það er föstudagur – klukkan er sex – og kominn tími til að hækka í græjunum!