Þær Miðtúnssystur, Oddný og Freyja Benónýsdætur og Margrét Ósk Guðjónsdóttur hafa verið duglegar við að gleðja landann með rafrænum hætti í Kófinu.
Nú hafa þær gefið út jólalagið Mary Did You Know sem margir flytjendur hafa spreytt sig á síðustu árin en þær systur gefa öðrum ekkert eftir í sínum stórkostlega flutningi og ef einhvern vantar góðan skammt af jóla-gæsa-húð þá er bara að ýta á spilarann hér fyrir ofan og hækka í viðtækjunum.
Myndbandið var tekið upp í Midgard undir stjórn Arnars Gauta Markússonar en hljómsveitina skipa Óskar Þormarsson, trommur, Sigurgeir Skafti Flosason, bassi, Stefán Jón Hrafnkelsson, gítar og Guðjón Halldór Óskarsson, píanó.