Gálgaganga í Reykholti í dag

Voru menn hengdir í Gálgaklettum eða eru þeir einungis tilvalinn staður til henginga? Í dag kl. 14 verður fræðsluganga í Reykholti í Biskupstungum en þar er fjöldi örnefna sem tengist gálgum.

Í göngunni skoðar Skúli Sæland sagnfræðingur sennilegar skýringar á þessum óhugnanlegu örnefnum. Einnig segir hann frá öðrum örnefnum í uppsveitum Árnessýslu sem tengjast aftökum og andlátum. Þá verða rifjaðar upp aftökur fyrri alda og sagt frá alræmdu morðmáli í Tungunum frá síðari hluta 18. aldar.

Lagt verður upp í gönguna frá Reykholtsskóla kl. 14 og tekur gangan um einn og hálfan til tvo tíma. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er hressing innifalin.

Fyrri greinGítartónleikar og ljósmyndanámskeið
Næsta greinAfmælisbarnið tryggði stigin