Fjórði áfangi pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt verður sunnudaginn 9. júlí en þá verður lagt frá Hraungerðiskirkju í Flóa til Ólafsvallakirkju á Skeiðum.
Þátttakendur mæta sem fyrr á áfangastað hverrar göngu og rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar. Brottför frá Ólafsvallakirkju er kl. 9:30 stundvíslega. Ferðafélag Íslands heldur utan um skráningu í ferðirnar.
Enn gefst tækifærit til að tileinka sér göngulag pílagrímsins en það er með dálítið öðrum hætti en göngumannsins. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gagn fyrir fólkið til að temja sér hugarfar pílagrímsins í henni veröld. Heimamenn mæta pílagrímum og kynna fyrir þeim sögur og sjónardeildarhringinn.
Tæplega 20 manna hópur gekk þriðja legginn frá Eyrarbakkakirkju. Þeir sr. Axel Á Njarðvík og sr. Halldór Reynisson leiða hópinn að þessu sinni þessa 15 km löngu leið.