Í tilefni menningarminjadags Evrópu á morgun, sunnudag, mun Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, leiða gesti um Reynisfjöru og nágrenni.
Þema menningarminjadagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. Dagskráin í Reynisfjöru nefnist Um að ýta og lenda í brimsjó fyrir söndum. Þar mun Uggi fjalla um útræði í Reynisfjöru auk þess sem Baðstofuhellir verður skoðaður en hann tengist sögu sr. Jóns Steingrímssonar eldklerks.
Mæting er við bílastæðið við Reynisfjöru kl. 14:00.
Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is.