Gerber kynnir verk sín í Eyvindartungu

Í Eyvindartungu í Laugardal er miðstöð Gullkistunnar sem er alþjóðlegur dvalarstaður fyrir skapandi fólk.

Þangað koma myndlistarmenn, rithöfundar, tónlistarmenn og fræðimenn víðsvegar að úr heiminum til að njóta næðis og starfa í fallegu umhverfi Laugardals.

Þeir dvelja þar að minnsta kosti mánaðarlangt og hefð er fyrir því að hver og einn sýni afrakstur sköpunar sinnar í lok dvalar.

Næstkomandi laugardag, 21. apríl kynnir svissneska listakonan Janine Gerber verk sín í vinnustofunni í Eyvindartungu milli kl. 16 og 18. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Myndin sem fylgir þessari frétt er tekin í síðustu viku þegar Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kom við í Eyvindartungu til skrafs og ráðagerða um starfsemi og framtíðaráætlanir Gullkistunnar. Á myndinni eru auk Katrínar, Gullkistukonurnar Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir og svissneska listakonan Janine Gerber.

Frekari upplýsingar um starfsemi Gullkistunnar er að finna hér.

Fyrri greinSólheimaleikhúsið frumsýnir Kardimommubæinn
Næsta greinÁrborg segir sig úr skólaskrifstofunni