Gilitrutt og Valgeir á Sólheimum

Það verður mikið um að vera á Sólheimum í dag á lokahelgi aðventudaga.

Kl. 14 verður boðið upp á brúðuleikhús þar sem þjóðsagan um Gilitrutt lifnar við í Íþróttaleikhúsi Sólheima. Stjórnandi er Bernd Ogrodnik.

Kl. 15:30 mun Valgeir Guðjónsson laða fram mjúka tóna úr sinni tónkistu og taka á gleðisprett þegar svo ber undir eins og hans er von og vísa í Grænu könnunni

Kaffihúsið Græna kannan, Vala – verslun og listhús opið frá kl. 14:00 til 18:00.

Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni í Reykjavík er opinn á opnunartíma Kringlunnar í dag og á morgun.

Allar nánari upplýsingar eru á www.solheimar.is.

Fyrri greinKosning á Sunnlendingi ársins
Næsta greinÁMS stjórnar gleðinni í kvöld