Fjölbreytt dagskrá verður á menningarveislu Sólheima í dag. Í Sólheimakirkju mun gítarleikarinn Kristinn H. Árnason heilla áhorfendur með töfrandi tónum kl 14.
Í Sesseljuhúsi kl. 15:00 mun ljósmyndarinn Pétur Thomsen standa fyrir námskeiði í umhverfis- og náttúruljósmyndun.
Orkugarður Sólheima var opnaður fyrir skömmu og þar geta gestir fræðst um og séð í smækkaðri mynd þá endurnýjanlegu orkugjafa sem eru í notkun hér á landi.
Fjölmargar sýningar eru á Sólheimum s.s. ljósmyndasýning í Íþróttaleikhúsinu og afrakstur vinnustofa Sólheima er sýndur í Ingustofu. Sýningarnar eru opnar alla virka daga frá 9 – 18 og um helgar frá 12 -18 og það er ókeypis á alla viðburði og sýningar menningarveislunnar.
Verslunin Vala og kaffihúsið Græna kannan eru opin alla daga vikunnar 12 – 18.