Nemendur Hvolsskóla stóðu sig svo sannarlega með prýði í ræðu- og söngkeppni grunnskólanna í Rangárþingi sem haldin var að Laugalandi í Holtum í síðustu viku.
Þar báru keppendur skólans sigur úr býtum bæði í ræðukeppninni og söngkeppninni.
Ræðuliðið var skipað Eydísi Bergmann Gunnarsdóttur og Kristínu Lilju Sigurjónsdóttur ásamt aðstoðarmönnum þeirra Hólmfríði Maríu Þórarinsdóttur og Eygló Örnu Guðnadóttur.
Þá söng Katrín Rúnarsdóttir sig inn í hjörtu dómnefndar með laginu Alltaf eftir Marinó G. Lillendahl. Hitt atriði Hvolsskóla í söngkeppninni varð svo í þriðja sæti. Það var Ívar Máni sem flutti lagið Bless, bless ásamt hljómsveit.
Myndir frá keppninni má finna á heimasíðu Hvolsskóla.