Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni, þar sem hann fær til sín góða gesti, sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant.
Tónleikarnir verða haldnir í Þorlákskirkju sem er hlý og notaleg og hæfir tilefninu einkar vel, þar sem stemningin verður heimilisleg, svolítið eins og að fá þetta hæfileikaríka fólk heim í stofu.
Miðaverð er 3500 kr. og er miðasala hafin á tix.is. Tónleikaröðin er styrkt af uppbyggingasjóði SASS
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Bríet: Fös. 26. nóv kl. 20.
KK: Sunnud. 5. des. kl. 20.
Kristjana Stefáns: Sunnud. 12. des. kl. 16.
Júníus Meyvant: Sunnud. 19. des. kl. 16.