Glæsilegir Sumarsöngvar framundan á Selfossi

Selfoss.

Sumarsöngvar Selfyssinga verða sungnir föstudaginn 17. júlí næstkomandi á Hótel Selfossi.

Um er að ræða frábæra tónleika þar sem fram kemur margt af hesta söngfólki Selfoss en meðal þeirra söngvara sem stíga munu á stokk eru Gunnar Ólason, Bassadætur Unnur Birna og Dagný Halla, Pétur Örn Guðmundsson & Guðmundur Benediktsson, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir,  Einar Bárðarson
Elvar Gunnarsson og Íris Arna Elvarsdóttir, Hermann Ólafsson, Ólafur Bachmann, Gunnlaugur Bjarnason og Ólafur Tryggvi Pálsson.

Hljómsveitin verður heldur ekkert slor en hana skipa Vignir Þór Stefánsson hljómsveitarsjóri og píanó, Alexander Freyr Olgeirsson gítar, Bassi Ólafsson trommur og Sigurgeir Skafti Flosason bassi.

Kynnir kvöldsins verður enginn annar en Kjartan Björnsson og eru nær allar líkur á því að hann taki lagið á einhverjum tímapunkti.

Tónleikagestir eiga von á glæsilegum viðburði með einkar frambærilegum hópi flytjenda, en er listinn þó langt í frá tæmandi þar sem Selfoss hefur alið af sér fjöldan allan af ofboðslega hæfileikaríkum söngvurum og hljóðfæraleikurum.

Miðasala er hafin á tix.is og er takmarkað miðamagn í boði. Miðaverð er 3.500 krónur og þá er tilvalið er að skella sér í mat og drykk fyrir tónleikana á Hótel Selfossi.

Fyrri greinHamar vann toppslaginn
Næsta greinEr dvergur fyrir austan og álfur fyrir sunnan