Gleðistundinni Hver var Ámundi smiður? sem halda átti í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð næstkomandi laugardag, þann 7. ágúst, hefur verið frestað.
Arndís S. Árnadóttir, listfræðingur ætlaði þar að fræða gesti um þennan merka mann sem enn eru til margir munir eftir t.d. skírnarfonturinn í Oddakirkju.
Rut Ingólfsdóttir á Kvoslæk segir í tilkynningu að vonandi verði hægt að koma viðburðinum að síðar.