Goðasteinn, héraðsrit Rangæinga, er komið út. Í ár er því fagnað að tímaritið er orðið 60 ára gamalt en Goðasteinn kom í fyrsta sinn út árið 1964.
Í Goðasteini má finna samansafn af fróðleik úr héraði. Tímaritið kemur út ár hvert og þykir mikilvæg heimild um líf og starf í sýslunni á hverjum tíma.
Í tilefni af afmælinu verður afmælis- og útgáfuhóf í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudagskvöldið 4. desember kl. 20:00.
Höfundar efnis í blaðinu segja frá sínum greinum auk þess sem efni þess verður kynnt í heild sinni. Boðið verður upp á tónlistaratriði úr héraði og Héraðsnefnd býður gestum að þiggja léttar veitingar. Þarna geta einnig nýir og gamlir áskrifendur nálgast ritin sín.