Það má með sanni segja að „gömlu meistararnir“ hafi ráðið ríkjum á tónlistarhátíð Kótelettunnar á Selfossi í gærkvöldi. Helgi Björns og SSSól, Sigga, Grétar og Stjórnin, Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson og Páll Óskar áttu öll stórleik fyrir troðfullu hátíðarsvæðinu. Gestirnir sem fylltu hátíðarsvæðið léku á alls oddi og hátíðin fór vel fram.
Uppselt í kvöld
Þá er nú ekki allt um talið því GDRN, Una Torfa, Aron Can, Jói Pé & Króli og Izzi áttu líka frábærar innkomur í gærkvöldi. Í kvöld eru það svo Írafár, Love Guru, Stuðlabandið, FM95blö, Emmsjé Gauti, Daniil og Patrik sem koma fram ásamt fjöld annarra. En eins og hefur komið fram áður er með öllu uppselt á tónlistarhátíðina.
Fjölskyldudagskrá í allan dag
Núna uppúr hádegi hefst fjölskyldu- og grill hátíð Kótelettunnar á Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Þar koma meðal annars fram þau Patr!k, Anna Fanney Idol sigurvegari, Auddi og Steindi, Gústi B, BMX Bros, Íþróttaálfurinn og Solla Stirða. Stóra grillsýningin er vitanlega á sínum stað, Styrktarlettur SKB, Veltibillinn og tívolí. Aðgangur á fjölskylduhátíð Kótelettunnar er ókeypis.
Veðrið truflaði engan
Veðrið hafði engin áhrif á gesti gærkvöldsins sem mættu aftur vel klæddir með góða skapið með sér og fram undan er mikil veisla í dag og í kvöld. Gærkvöldið fór vel fram þrátt fyrir mjög mikinn fjölda gesta og eru skipuleggjendur hátíðarinnar þakklátt gestum, tónlistarfólki og starfsfólki sem gerðu gærkvöldið ævintýralega skemmtilegt.
Myndirnar hér fyrir neðan tók Mummi Lú fyrir Kótelettuna.