Í dag kl. 17 verður umræðudagskrá í Listasafni Árnesinga í Hveragerði um graffití og strætislist með Söru Riel sem er höfundur verkanna á sýningunni Slangur(-y).
Sara mun segja frá eigin listþróun en hún vakti fyrst eftirtekt sem listamaður vegna strætis-listaverka sem finna má víða í Reykjavík og öðrum borgum heimsins.
Hún mun kynna heimildarkvikmyndina Beautyful Losers sem segir frá hópi listamanna sem spratt upp úr umhverfi hjólabretta, grafití, pönki og hipp hopp í Bandaríkjunum.
Dagskráin er einkum ætluð unglingum og áhugafólki um strætislist og graffití.