Í dag kl. 16 verður Guðmundur G. Þórarinsson með fyrirlestur um Lewis taflmennina í Fischersetri á Selfossi.
Lewis taflmennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna. Þeir fundust á Lewis eyju við strönd Skotlands, eru taldir vera rúmlega 800 ára gamlir og álíta Bretar þá eina af sínum merkustu fornmunum.
Margar kenningar eru uppi um uppruna þeirra, en Guðmundur hefur aflað gagna sem renna styrkum stoðum undir þá kenningu að þeir séu upprunalega frá Íslandi.
Dagurinn í dag, 11. júlí, er jafnframt 1 árs afmælisdagur Fischerseturs og af því tilefni verður frítt inn í Fischersetrið í dag og sömuleiðis á fyrirlesturinn.