Í kvöld, fimmtudaginn 30. október kl. 20:30 heldur Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, erindi sem hann kallar „Ættir okkar Árnesinga“ hjá Ættfræðifélaginu í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162 í Reykjavík á 3. hæð.
Guðni mun þar fara um víðan völl í heimabyggð sinni og segja sínar góðu sögur að vanda.
Eftir erindið er kaffi og spjall. Allir eru velkomnir!