Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, leiðir fimmtudagskvöldgöngu í Þjóðgarðinum á Þingvöllum fimmtudaginn 7. júlí næstkomandi og hefst gangan upp á Hakinu kl 20:00.
Guðni mun segja frá hetjunni Skarphéðni Njálssyni persónu hans og örlögum í Njálu. Karlakór Kjalnesinga mun syngja Öxar við ána við upphaf göngunnar, Álfu vorrar yngsta land á Lögbergi og Skarphéðinn í brennunni við göngulok við gafl Þingvallakirkju.
Gangan tekur um það bil eina og hálfa til tvær klukkustundir. Allir eru velkomnir í gönguna og gott ef Njáll, Flosi og Skarphéðinn verða ekki með í för því Ásatrúarmenn í fullum skrúða munu leiða gönguna.