„Guðdómleg klassík“ er yfirskrift næstu tónleika á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju næstkomandi sunnudag 28. júlí kl. 14.
Fram koma Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór og Hrönn Helgadóttir organisti.
Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Eyþór Stefánsson, Jón Ásgeirsson og Gunnar Þórðarson ásamt aríum, dúettum og kirkjutónlist eftir R. Wagner, G. Verdi, J. Massenet, C. Gounod, Stradella og fleiri. Þá verða frumflutt á tónleikunum tvö verk eftir Ólaf B. Ólafsson.
Miðaverð er kr. 2.900 og miðar eru seldir við innganginn. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd.
Mikil fegurð er í Selvognum og tilvalið er að taka með sér nesti eða fá sér veitingar hjá heimamönnum.