Aðventufundur Samfylkingarfélags Árborgar og nágrennis verður haldinn í sal félagsins við Eyraveg 15 á Selfossi næstkomandi laugardag kl. 11:00. Húsið opnar kl. 10:30.
Aðalgestur samkomunnar að þessu sinni verður Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur frá Eyrarbakka, og les hann úr nýrri bók sinni Eitraða barnið.
Sögusvið bókarinnar er Eyrarbakki um aldamótin 1900 og við sögu komu þjóðþekktir menn, saklausar vinnukonur og harðsvíraðir drykkjumenn.
Guðmundur hefur hlotið einróma lof fyrir fyrri skáldsögur sínar en bókin. Eitraða barnið er fyrsta sakamálasaga höfundar.
Allir hjartanlega velkomnir.