Gulla djassar á heimavelli

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Suðurlandsdjazzinn heldur áfram að duna í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi laugardag, þann 13. júlí klukkan 15:00. Þá mætir til leiks heimakonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir.

Gullu þarf ekki að kynna fyrir Sunnlendingum en þessi einstaka söngkona er ein af okkar fremstu djasssöngkonum. Með henni í Tryggvaskála verða Vignir Þór Stefánsson á píanó og Jón Rafnsson á kontrabassa.

Frítt er á viðburðinn í boði CCEP, Tryggvaskála, Sub ehf og SASS, eins og á alla aðra viðburði Suðurlandsdjazzins, alla laugardaga í sumar á Selfossi.

Fyrri greinÞrjú á palli
Næsta greinLeiðsögn Jónínu í Húsinu og á Eyri