Gullkistan er dvalarstaður í Eyvindartungu við Laugarvatn fyrir skapandi fólk en nú í ágúst hafa dvalið þar gestir frá Bandaríkjunum, Mexíkó, Þýskalandi, Eistlandi og Frakklandi.
Alls eru átta listamenn á staðnum og sumir þeirra hafa tekið með sér fjölskyldur sínar. Gestirnir hafa ferðast um landið en í tilkynningu frá staðarhöldurum segir að þau hafi einnig unnið af kappi.
Í dag, sunnudaginn 28. ágúst, verður vinnustofan í Eyvindartungu opin fyrir almenning milli klukkan 14 og 17 og er aðgangur ókeypis.
Þar verða verk gestanna til sýnis og þeir sjálfir á staðnum. Á sama tíma verður bein útsending frá vinnustofunni á vefsíðu Gullkistunnar, www.gullkistan.is.