Gunnar Gränz hefur opnað sýningu á verkum sínum í kjallara bókasafnsins á Selfossi, Listagjánni. Sýningin er saga alþýðulistamanns er málar sér til ánægju og lífsgleði er finnst í formi lita á lífsleiðinni.
Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum 1932 en flutti á Selfoss árið 1942 og hefur búið þar og starfað alla tíð síðan. Gunnar hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins og eru allir velkomnir.