Í dag, sunnudaginn 1. september kl. 15, verður haldið upp á 80 ára afmæli Hvolsvallar í Hvolnum.
Dagskráin byrjar kl. 10:30 á Gamla róló en þaðan verða gengnar gömlu göturnar á Hvolsvelli og Ísólfur Gylfi og Aðalbjörn Kjartansson verða með leiðsögn.
Kl. 13:30 verður ný álma íþróttahúsins vígð og kl. 15:00 hefst eiginleg afmælishátíð.
Á afmælishátíðinni verður saga Hvolsvallar rakin í stuttu máli, flutt ljóð og kynntur nýr ljósmyndavefur. Þá munu bræðurnir Bessi og Hlynur flytja Hvolsvallarlagið sitt og GG og Ingibjörg flytja afmælislag. Í lokin verður gestum boðið að gæða sér á afmælistertu undir ljúfum tónum GG og Ingibjargar.